Langar þig að æfa pole eða loftfimleika en hefur enga fyrri reynslu?

Eríal Pole er lítið pole og loftfimleika stúdíó sem opnaði í október 2012. Við sérhæfum okkur í pole fitness, pole dans, loftfimleikum eins og Lýru(aerial hoop) og Silki(aerial silks). Einnig erum við með flex liðleikaþjálfun sem er mikilvæg fyrir alla okkar nemendur.  Takmörkuð pláss eru á öllum okkar námskeiðum og eru því hóparnir litlir. Við leggjum áherslu á líkamsvirðingu og hvetjandi andrúmsloft. Það skiptir okkur máli að þú náir markmiðunum þínum! 

Hér er listi af öllum byrjenda námskeiðunum okkar. Skoðaðu hér neðar á síðunni hvað er í boði hverju sinni.

  • Pole Fitness Level 1  sem er vinsælasta námskeiðið okkar!
  • Intro to pole fitness- mun mýkri byrjun. Það er ekki klifrað á þessu námskeiði. (Það er klifrað í fyrsta tíma á level 1 námskeiði)
  • Polish level 1 – Pole fitness á pólsku 
  • Pole dans 101 
  • Lýra loftfimleikar 
  • Silki loftfimleikar 
  • Flex liðleikaþjálfun

Næstu námskeið hefjast 15-18 nóvember 2021! 

Go to Top