Langar þig að bæta liðleika þinn og komast í splitt eða brú?  Eða viltu bara verða almennt liðugri og með betri hreyfigetu? Á þessu námskeiði er lögð áhersla á aktívar styrktar- og liðleikaæfingar.
Nemendur þurfa ekki að vera mjög liðugir til að skrá sig á þetta námskeið! Þú bætir liðleikann á þínum hraða og allir fá æfingar við hæfi. Hér lærir þú æfingar og teyjur sem þú getur endurnýtt í hvaða umhverfi sem er.
Hægt er að nota klippikort til að skrá sig í flex tíma.  Þá er hægt að skrá sig á heimasíðunni okkar undir “skráning í staka tíma” eða á staðnum.

  • Þetta er stakur tími á 6 vikna námskeiði sem er í heild 6 tímar. Tíminn kostar 3.400 kr og getur gengið uppí námskeiðisgjaldið ef þú ákveður að skrá þig á allt námskeiðið.
    Er markmiðið þitt að ná að komast í splitt eða brú?   Eða viltu bara verða almennt liðugri og með betri hreyfigetu? Á þessu námskeiði er lögð áhersla á aktívar styrktar- og liðleikaæfingar
    Á námskeiðinu er farið yfir teyjur fyrir allann líkamann sem henta öllum óháð getustigi.
    Kíktu á stundatöfluna til að sjá tímasetningar á flex tímunum. Smelltu HÉR til að skrá þig frekar á allt námskeiðið!
    Klæðnaður í tímanum:
    Við mælum með því að vera í þæginlegum fötum sem þér finnst gott að hreyfa þig í, sokkum og æfingabuxum sem ná amk yfir hnén. Fyrir hverja er tíminn? Við mælum klárlega með þessum tíma fyrir alla sem vilja ná betri árangri og verða liðugari.
  • flex

    Flex - liðleiki og styrkur 6 vikna námskeið, kennt 1x í viku

    3. júlí - 9. ágúst 2023 *Mánudagar kl 20:35- 21:35

    *Síðasti tíminn verður haldinn 9. ágúst þar sem 7. ágúst er frídagur Flex liðleikaþjálfun er hin fullkomna viðbót til að æfa samhliða öðrum íþróttum og sérstaklega í súlu og loftfimleikum. Aukin hreyfigeta gerir allt svo mikið auðveldara! Flex er ekki bara fyrir þau sem eru þegar liðug því það geta allir bætt liðleikann sinn. Lögð er áhersla á aktívar styrktar og liðleikaæfingar. Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu! *Þetta námskeið mun fara fram í nýja stúdíóinu okkar að Hallgerðargötu 23, 105 Reykjavík  

Go to Top