Lyra / Aerial Hoop

Lýra er loftfimleikahringur sem á rætur sínar að rekja til sirkuslista. Æfingar í lýrunni reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika.

Næstu 6 vikna námskeið hefjast 17.ágúst 2022

Tvö getustig eru í boði í lýru loftfimleikum á næsta námskeiði: byrjendur og framhald/mixed level.  Þú getur valið hóp hér að neðan! 

 • aerial silks

  Sumar klippikort fyrir Aerial nemendur. Silki og Lýra loftfimleikar 

  10 tíma klippikort Gildistími 24.apríl 2022- 12.ágúst 2022 Þetta sumarkort er hugsað fyrir Aerial nemendur sem hafa ekki tök á því að skrá sig á heilt námskeið en vilja samt koma í staka tíma og open Aerial. Nemendur sem eiga þetta sumar klippikort geta mætt frítt í alla open Aerial tíma. Kortin eru rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma. Námskeið í boði í Maí/Júní eru:
  • Lyra Byrjendur
  • Lyra Mixed Level, 1x í viku
  • Intro to Silks, 1x í viku
  • Silki Miðstig
  • Önnur námskeið sem eru með laus pláss. Flex ofl.
  Það verða Silki og Lýru námskeið í boði í Júlí/Ágúst. Það er ekki komin dagskrá fyrir þau námskeið.
 • Aerial Hoop – Framhald/Mixed level 6 vikna námskeið, kennt 2x í viku

  17. ágúst - 26. september 2021 Mánudagar miðvikudagar kl. 18:20-19:20 

  Þessir tímar er þá sem hafa þegar tekið amk eitt miðstig- og framhaldnámskeið í Lyru, en námskeiðið verður með blönduðu getustigi. Unnið verður áfram með grunntækni sem byggt er svo á í gegnum námskeiðið.  Í þessum tímum verður farið í fallegar stöður uppi á hringnum sem og flóknari samsetningar.Miðstigsnámskeið í Lyru Aerial hoop. Unnið áfram með grunntækni. Æfingar í lýrunni reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika. Klæðnaður: Nú eru lýrurnar vafðar teipi svo það er best að vera í síðum leggings og síðum bol. Best er að vera ekki í of víðum fötum því við viljum ekki að fatnaðurinn flækjist fyrir á lyrunni.

  Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!

 • Lyra - Byrjendanámskeið 6 vikna námskeið, kennt 2x í viku.

  17. ágúst - 26. september 2022 Mánudagar miðvikudagar kl. 17:15-18:15

  2 fyrir 1! Taktu vin eða vinkonu með og lærðu grunnstöður og fallega snúninga! Að deila hring með einhverjum gerir æfingarnar enn skemmtilegri! Settu nafn, símanúmer og netfang æfingafélagans í athugasemd þegar þú gengur frá skráningu. Aerial hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja prófa eitthvað nýtt. Ávinningur þess að stunda Aerial Hoop er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! 

  KAUPAUKI! Frjálsir tímar í stundatöflu fylgja frítt með öllum keyptum námskeiðum! Nú getur þú æft oftar í viku fyrir sama verð! 

  Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

Go to Top