fbpx

Pole Dance 101 prufutími

kr.

Pole Dance prufutími

Í Pole Dance 101 ráða háir hælar, bodywaves og hársveiflur ríkjum og kenndar eru dansrútínur og kynþokkafullt flæði á súlunni og gólfinu. Á þessu námskeiði lærir þú súludans og floorwork alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með!

Ávinningur þess að stunda pole dance er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! Komdu og lærðu fyrsta snúninginn þinn hjá okkur!

Við mælum klárlega með þessum tímum fyrir alla sem elska að dansa!

Skráðu þig með því að setja tímann í körfuna og ganga frá pöntun. Engin greiðsla á sér stað. Við höfum samband um leið og lágmarksskráningu hefur verið náð! 

Category:

Description

Sjáðu hvað nemendur okkar segja um pole námskeiðin hjá okkur:

“Pole dance námskeiðið hjá eríal er mjög sjálfstyrkjandi, það er lagt áherslu á að vera ekkert að bera sig saman við aðra heldur erum við bara þarna til að njóta og hafa gaman. Sem verður til þess að það er mjög gaman því það er engin pressa, líka því það eru allir velkomnir óháð líkamsgerðar. Þetta eru hreyfingar sem allir geta lært”

“Mjög hvetjandi umhverfi, hef aldrei haft gaman að því að hreyfa mig þangað til núna.  Það er lagt mikið uppúr því að manni líði vel í eigin skinni. Ætla klárlega að halda áfram!!”

“This is not only an amazing place to work out and learn fun and pretty tricks or unleash the sexy dancer in you, but also a lovely community. I always feel welcomed and leave every class feeling good about myself. A truly safe and feel-good place for everyone!”

“Aldrei hélt ég að ég gæti dansað sexy þannig að það var MJÖG út fyrir þægindahringinn hjá mér að fara á svona námskeið.. en vá hvað það var góð ákvörðun, verður ekki aftur snúið! Finn strax hvað ég er búin að styrkjast bæði líkamlega og andlega, var smá vandræðaleg í byrjun en núna er ég að OWNA þetta! Mæli með að allar konur fari í svona tíma!”

 

 

Hagnýtar upplýsingar:

Klæðnaður:
Á þessu námskeiði förum við niður á gólf til að gera ´floorwork´ æfingar svo við mælum með því að vera í buxum sem ná yfir hnén, háum sokkum eða með legg- eða hnéhlífar
Það þarf ekki að vera í háum hælum en það gerir tímann miklu skemmtilegri! Hnéhlífar og súluhælar frá Pleaser fást hjá okkur í Eríal búðinni.

Aldurstakmark: 18 ár

Dagsetning:

Þjálfarar:

Þjálfari námskeiðsins er Bridget

Smáa letrið:

Námskeið standa í mislangan tíma og þátttakendur þurfa að kynna sér vel hvort rétt námskeið er valið áður en gengið er frá skráningu. Ekki er hægt að breyta skráningu, færa milli hópa eða tímabila né endurgreiða þegar námskeið er að hefjast eða þegar hafið. Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Eríal Pole og lýsingu námskeiða áður en gengið er frá skráningu. Ef eitthvað er óljóst bendum við viðskiptavinum á að hafa samband.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Pole Dance 101 prufutími”

You may also like…

Go to Top