Flex er stytting á orðinu flexibility. Í flex gerum við mikið af æfingum með eigin líkamsþyngd á dýnu. Við eyðum tímanum ekki öllum liggjandi í passívum teygjum eins og margir halda en þessir tímar geta tekið vel á! Við vinnum mikið í aktívum liðleika og styrkjum vöðvana í teygjunum.
Hvort sem þú ert spítukall eða ert kattliðug og langar að verða liðugri en þú ert núna, þá er flex eitthvað fyrir þig.