Það er 6 klukkustunda afbókunar fyrirvari sem þýðir að ef þú varst búin/nn að skrá þig í tíma og mætir ekki eða afbókar of seint þá er ekki hægt að bæta upp tímann þinn. Það eru tvær megin ástæður fyrir þessari reglu. Í fyrsta lagi er þetta gert til þess að hægt sé að gefa annari manneskju á biðlista, ásamt því að gefa þeim nægan fyrirvara til að geta mætt. Í öðru lagi þá þurfum við að hafa lágmarksskráningu í opnum tímum til þess að hafa forsendur til að halda tímann. Ef lágmarksskráning næst ekki þá fellur hann niður og við sendum skilaboð á þá sem voru skráðir.