Í Pole fitness tímum er nauðsynlegt að vera í stuttbuxum. Við mælum einnig með því að vera í íþróttatopp hlýrabol og á tánum. Á veturnar er oft gott að vera í síðum buxum utan yfir stuttbuxurnar í byrjun tíma á meðan hitað er upp.

Í Lyru og Hammock tímum mælum við með leggings. Í þessum tímum er í góðu lagi að vera í stutterma eða síðerma bol en gott er að hafa í huga að vera ekki í víðum fötum eða fötum úr bómullarefni því þau eiga það til að flækjast fyrir manni og við lyruna eða hamock efnið.

Í Flex tímum mátt þú klæðast því sem þú vilt en best er að klæðast þannig að líkaminn og vöðvarnir haldist heitir allan tímann því þannig líður manni best í teygjuæfingum

Í Pole Dance tímum máttu klæðast bæði stuttbuxum eða síðum buxum úr því efni sem þú vilt. Við mælum þó sérstaklega með hnéhlífum eða legghlífum því það eru margar stöður gerðar á hnjánum í dansinum sem getur verið óþægilegt með ber hné. Ekki nauðsynlegt en mjög gott að hafa.