Ef þú ert með meiðsli eða önnur veikindi er mikilvægt að þjálfarinn þinn viti af því vegna þess að sumar æfingar í sumum tímum gætu verið slæmar á meðan þú ert að jafna þig og þá getur þjálfarinn einnig brugðist betur við ef eitthvað skeður. Við minnum þó á að fólk mætir á æfingar á eigin ábyrgð. Við mælum með því að ráðfæra sig við þjálfara eða lækni áður en maður skráir sig ef maður glímir við meiðsli, veikindi eða annað sem gæti háð manni.