Loftfimleikar hjá Eríal Pole

Langar þig að byrja að  æfa loftfimleika en hefur enga fyrri reynslu?
Eríal Pole er pole og loftfimleika stúdíó í hjarta Reykjavíkur. Við höfum verið starfandi síðan 2012 og sérhæfum okkur í pole fitness, pole dans, og Silki (aerial silks). Einnig erum við með Flex liðleikaþjálfun.  Takmörkuð pláss eru á öllum okkar námskeiðum og eru því hóparnir litlir. Við leggjum áherslu á líkamsvirðingu og hvetjandi andrúmsloft. Það skiptir okkur máli að þú náir markmiðunum þínum!

Engin þyngdartakmörk eru á námskeiðunum okkar. Silkin halda vel yfir tonni. Lestu betur um fatnað í tímunum og aðrar upplýsingar í námskeiðislýsingunni hér að neðan.

Go to Top