Lyra - Byrjendanámskeið 6 vikna námskeið, kennt 2x í viku.
17. ágúst - 26. september 2022 Mánudagar miðvikudagar kl. 17:15-18:15
2 fyrir 1! Taktu vin eða vinkonu með og lærðu grunnstöður og fallega snúninga! Að deila hring með einhverjum gerir æfingarnar enn skemmtilegri! Settu nafn, símanúmer og netfang æfingafélagans í athugasemd þegar þú gengur frá skráningu. Aerial hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja prófa eitthvað nýtt. Ávinningur þess að stunda Aerial Hoop er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl!KAUPAUKI! Frjálsir tímar í stundatöflu fylgja frítt með öllum keyptum námskeiðum! Nú getur þú æft oftar í viku fyrir sama verð!
Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.