Flex liðleikaþjálfun

Langar þig að bæta liðleika þinn og komast í splitt eða brú?  Eða viltu bara verða almennt liðugri og með betri hreyfigetu? Á þessu námskeiði er lögð áhersla á aktívar styrktar- og liðleikaæfingar.

Námskeiðið í heild eru 12 skipti. Kennt er tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum kl 19:30 í 6 vikur. Í hverjum tíma er farið í nýjar æfingar. Mánudagar eru liðleikaæfingar og á miðvikudögum er farið í djúpar teyjuæfingar. Þó það sé hægt að skrá sig einu sinni í viku þá mælum við með því að taka allt námskeiðið til að fá sem mest útúr námskeiðinu.

Hægt er að nota klippikort til að skrá sig í flex tíma ef það er pláss hverju sinni en það er búið að vera fullbókað og biðlisti í þessa tíma. Skráðu þig tímanlega til að tryggja þér pláss.

Go to Top