fbpx

Langar þig að æfa pole eða loftfimleika en hefur enga fyrri reynslu? Eftirfarandi námskeið eru fyrir byrjendur!

Eríal Pole er pole og loftfimleika stúdíó í hjarta Reykjavíkur. Við höfum verið starfandi síðan 2012 og sérhæfum okkur í pole fitness, pole dans, loftfimleikum eins og Lýru(aerial hoop) og Silki(aerial silks). Einnig erum við með Flex liðleikaþjálfun sem við mælum klárlega með fyrir alla, því aukin hreyfigeta gerir allar æfingar skemmtilegri! Við leggjum áherslu á líkamsvirðingu og hvetjandi andrúmsloft.
Hér er listi af öllum byrjenda námskeiðunum okkar. Skoðaðu hér neðar á síðunni hvað er í boði hverju sinni.

💪 Pole Fitness Level 1: Vinsælasta námskeiðið okkar! Áhersla á að byggja upp styrk, æfa snúninga, stöður og trikk á súlunni (enginn dans).

🔥Pole dance 101: Kynþokkafullt flæði. Hér lærir þú dansrútínu við seiðandi tónlist, bæði á súlunni og á gólfinu (floorwork). 

🎪Aerial Silks loftfimleikar: Lærðu fallegar stöður í silkislæðunum. Skemmtileg leið til að byggja upp styrk í handleggjunum, öxlunum og kviðnum!

Flex liðleikaþjálfun: Hér er farið í styrktar- og teygjuæfingar fyrir splitt, spígat, bak- og axlarliðleika. Þetta námskeið er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, það geta allir fundið æfingar við sitt hæfi!

  • Intro to Aerial Silks - Byrjendanámskeið 3 vikna námskeið, kennt 2x í viku

    4. - 20. nóvember | þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:25 - 19:25

    Þetta er námskeið fyrir byrjendur í Aerial Silks. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunn í silki, trikk og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í þessu námskeiði því við byggjum það upp í tímunum. Ávinningar þess að stunda Aerial Silks eru sterkari vöðvar, meiri liðleiki og góður félagsskapur! Lofum góðri skemmtun og hvetjandi umhverfi!
  • Intro to Pole - Byrjendanámskeið 4 vikna byrjendanámskeið, kennt 1x í viku Plus: 4x conditioning or flex classes to use during the course!

    11. nóvember - 02. desember : þriðudögum kl. 19:40
    Byrjendatímar í súlufimi sem henta öllum - óháð formi og getu! Það þarf ekki að hafa sérstakan grunn, styrk eða liðleika til að koma á þetta námskeið. Innifalið í verði námskeiðsins eru fjögur miðar fyrir flex- og conditioning tíma til að hjálpa þér að byggja upp styrk og liðleika til að hefja súlaferðalagið þitt af krafti! Við höfum nokkrar lotur af báðum í vikunni sem þú getur fundið á stundatöflunni á heimasíðu okkar og skráð þig á tíma sem hentar þér. Þessi miðar gilda allar fjórar vikurnar sem námskeiðið stendur yfir.
    Hér lærir þú að hreyfa þig í kringum súluna alveg frá grunni og ekki gert ráð fyrir að þú hafir neinn bakgrunn í íþróttum eða dansi. Þessi tími hentar fyrir alla!
  • Pole Dance 101 - Námskeið fyrir byrjendur 6 vikna námskeið, kennt 1x í viku

    30. október- 04. desember : fimmtudagur kl. 18:25

    Í Pole Dance 101 ráða háir hælar, bodywaves og hársveiflur ríkjum og kenndar eru dansrútínur og kynþokkafullt flæði á súlunni og gólfinu. Á þessu námskeiði lærir þú súludans og floorwork alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með! Ávinningur þess að stunda pole dance er meira sjálfstraust, sterkari líkami og meiri liðleiki! Komdu og lærðu fyrsta snúninginn þinn hjá okkur! Við mælum klárlega með þessum tímum fyrir alla sem elska að dansa! Skráðu þig í dag til að tryggja þér pláss á námskeiðinu!  

Go to Top