Langar þig að æfa pole eða loftfimleika en hefur enga fyrri reynslu?

Eríal Pole er pole og loftfimleika stúdíó í hjarta Reykjavíkur. Við höfum verið starfandi síðan 2012 og sérhæfum okkur í pole fitness, pole dans, loftfimleikum eins og Lýru(aerial hoop) og Silki(aerial silks). Einnig erum við með Flex liðleikaþjálfun sem við mælum klárlega með fyrir alla, því aukin hreyfigeta gerir allar æfingar skemmtilegri!  Takmörkuð pláss eru á öllum okkar námskeiðum og eru því hóparnir litlir. Við leggjum áherslu á líkamsvirðingu og hvetjandi andrúmsloft. Það skiptir okkur máli að þú náir markmiðunum þínum! 

Hér er listi af öllum byrjenda námskeiðunum okkar. Skoðaðu hér neðar á síðunni hvað er í boði hverju sinni.

 • 💪 Pole Fitness Level 1.
  • Vinsælasta námskeiðið okkar!
   áhersla á að byggja upp styrk, æfa snúninga, stöður og trikk á súlunni en enginn dans.
 • 🔥Pole dance 101.
  • Kynþokkafullt flæði. Hér lærir þú dansrútínu við seiðandi tónlist, bæði á súlunni og á gólfinu (floorwork). 
 • Aerial Hoop loftfimleikar. 
 • 🎪Aerial Silki loftfimleikar. 
 • Flex liðleikaþjálfun 

Næstu námskeið hefjast 9-15 nóvember. 

Go to Top