Aerial Hoop grunnur (hraðferð) – BIÐLISTI!

kr.

Aerial Hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig Lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Í hringnum er hægt að gera alls konar fallega snúninga, stöður og samsetningar.

Við erum bara með einn hóp í Aerial Hoop eins og er. Sá hópur með blönduðu getustigi, en flestir í hópnum eru á mið/framhaldsstigi. Til þess að komast í hópinn er mikilvægt að hafa náð tökum á grunninum í aerial hoop og hafa góðan styrk.

Við viljum því bjóða þeim sem hafa fyrri reynslu af aerial hoop, eða hafa styrk og góðan grunn úr fimleikum eða öðrum íþróttum, að skrá sig á biðlista fyrir örnámskeiðið “Aerial Hoop grunnur (hraðferð)”. Í þessum tímum verður farið hratt yfir grunn atriði og þjálfari metur hvort nemendur séu tilbúnir að færa sig upp í Aerial Hoop hópinn. Við höfum samband þegar lágmarksskráningu hefur verið náð og reynum þá að finna dagsetningar sem henta sem flestum. Skráðu þig á listann með því að setja í körfu og ganga frá pöntun (engin greiðsla á sér stað).

Ef þú vilt ekki bíða eftir að lágmarksskráning náist, er líka möguleiki að koma í einkatíma í aerial hoop.

Endilega hafðu samband við erial@erial.is ef þú ert með einhverjar spurningar!

 

Description

Lyra er einnig kölluð Aerial Hoop eða loftfimleikahringur.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

 

Aðrar hagnýtar upplýsingar:

Klæðnaður:

Í þessum tíma er best að vera í síðum leggings eða æfingabuxum og síðum bol. Best er að vera ekki í of víðum fötum því við viljum ekki að fatnaðurinn flækjist fyrir á lyrunni.

Dagsetningar: 

 

Smáa letrið:

Námskeið standa í mislangan tíma og þátttakendur þurfa að kynna sér vel hvort rétt námskeið er valið áður en gengið er frá skráningu. Ekki er hægt að breyta skráningu, færa milli hópa eða tímabila né endurgreiða þegar námskeið er að hefjast eða þegar hafið. Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Eríal Pole og lýsingu námskeiða áður en gengið er frá skráningu. Ef eitthvað er óljóst bendum við viðskiptavinum á að hafa samband.

Go to Top