Aerial Silks Námskeið
Námskeiðum frestað vegna covid-19. Stefnum á að byrja aftur um miðjann nóvember!
Ef þú hefur einhverntíman dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað til þess að vita hvernig það er að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig.
Í aerial silks eru æfingarnar gerðar í langri silkislæðu. Silki æfingarnar eru krefjandi bæði fyrir huga og líkama. Farið er í ýmsar þrek og styrktar æfingar, bæði með og án silksisins.
Námskeiðin eru öll 6 vikna löng (12 tímar)
Aerial Silks – Byrjendur
Við byrjum á því að læra fyrsta hnútinn okkar til þess að geta stigið upp í silkið og færum okkur smám saman yfir í flóknari æfingar, trikk og samsetningar eftir því sem líður á námskeiðið. Hér lærið þið silki alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með.
Aerial Silks – Miðstig
Ef þú hefur áður tekið námskeið í silki og kannt grunninn, er þetta námskeið fyrir þig. Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Ef þú ert ekki viss hvort þetta erfiðleikastig henti þér er best að tala við þjálfarann þinn eða hafa samband í erial@erial.is.
Klæðnaður:
Best er að klæðast leggings og síðerma- eða stuttermabol. Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni og vafist saman við silkið. Skartgripir og fatnaður með rennilásum og velcro (frönskum rennilás) er bannaður í þessum tímum því það getur rifið göt í silkin.
Kennari er Alice Demurtas