Aerial Silks

Í aerial silks eru æfingarnar gerðar í langri silkislæðu. Ef þú hefur einhvern tímann dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig!

Næstu námskeið hefjast 16. nóvember 2021!

Við tökum á móti nýjum nemendum í janúar 2o22. Hlökkum til að sjá þig!

 • Aerial Silks – Framhald 6 vikna námskeið

  16. nóvember - 28. desember 2021 Þriðjudagar or fimmtudagar kl. 17:15-18:15

  Fyrstu 11 tímarnir eru fyrir jól og síðasti tíminn er milli jóla og nýars (þri 28. des) Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Til þess að fara í aerial silks – Framhald er nauðsynlegt að hafa lokið að minnsta kosti einu Miðstigsnámskeiði og að þjálfari hafi metið svo að nemandi sé tilbúinn að færa sig upp. Það er ótrúlega persónubundið hversu lengi eða fljótt fólk fer upp um erfiðleikastig og við hvetjum nemendur til að tala við sinn þjálfara til þess að fá mat.   Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!
 • Aerial Silks - byrjendur (lokaður hópur) 6 vikna námskeið - kennt 2x í viku

  Þriðjudagar or fimmtudagar kl. 18:20-19:20 Fyrstu 11 tímarnir eru fyrir jól (16. nóv-21. des) og síðasti tíminn er kenndur milli jóla og nýars (þri 28. des).

  Ef þú hefur einhverntíman dáðst að loftfimleikafólkinu í sirkusnum og langað til þess að vita hvernig það er að takast á loft þá er þetta námskeið fyrir þig! Þessi hópur er fyrir þá sem hafa áður tekið eitt byrjendanámskeið í aerial silks. Námskeiðið mun byrja á upprifjun og svo mun hópurinn færa sig smám saman yfir í flóknari æfingar, trikk og samsetningar eftir því sem líður á námskeiðið.

  Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!

   
 • Aerial Silks – Level 3 6 vikna námskeið

  16. nóvember - 28. desember 2021 Þriðjudagar or fimmtudagar kl. 19:25-20:25

  Fyrstu 11 tímarnir eru fyrir jól og síðasti tíminn er milli jóla og nýars (þri 28. des) Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Til þess að fara í aerial silks - Miðstig er nauðsynlegt að hafa lokið að minnsta kosti einu byrjendanámskeiði og að þjálfari hafi metið svo að nemandi sé tilbúinn að færa sig upp. Það er ótrúlega persónubundið hversu lengi eða fljótt fólk fer upp um erfiðleikastig og við hvetjum nemendur til að tala við sinn þjálfara til þess að fá mat.

  Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!

Go to Top