Flex – liðleiki og styrkur
6 vikna námskeið, kennt 1x í viku
3. júlí – 9. ágúst 2023
*Mánudagar kl 20:35- 21:35
*Síðasti tíminn verður haldinn 9. ágúst þar sem 7. ágúst er frídagur
Flex liðleikaþjálfun er hin fullkomna viðbót til að æfa samhliða öðrum íþróttum og sérstaklega í súlu og loftfimleikum. Aukin hreyfigeta gerir allt svo mikið auðveldara!
Flex er ekki bara fyrir þau sem eru þegar liðug því það geta allir bætt liðleikann sinn. Lögð er áhersla á aktívar styrktar og liðleikaæfingar. Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu!
*Þetta námskeið mun fara fram í nýja stúdíóinu okkar að Hallgerðargötu 23, 105 Reykjavík