Lyra / Aerial Hoop
Lýra er loftfimleikahringur sem á rætur sínar að rekja til sirkuslista. Æfingar í hringnum reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika.

  • Tilboð!
    Aerial Hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig Lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Í hringnum er hægt að gera alls konar fallega snúninga, stöður og samsetningar. Við erum bara með einn hóp í Aerial Hoop eins og er. Sá hópur með blönduðu getustigi, en flestir í hópnum eru á mið/framhaldsstigi. Til þess að komast í hópinn er mikilvægt að hafa náð tökum á grunninum í aerial hoop og hafa góðan styrk. Við viljum því bjóða þeim sem hafa fyrri reynslu af aerial hoop, eða hafa styrk og góðan grunn úr fimleikum eða öðrum íþróttum, að skrá sig á biðlista fyrir örnámskeiðið "Aerial Hoop grunnur (hraðferð)". Í þessum tímum verður farið hratt yfir grunn atriði og þjálfari metur hvort nemendur séu tilbúnir að færa sig upp í Aerial Hoop hópinn. Við höfum samband þegar lágmarksskráningu hefur verið náð og reynum þá að finna dagsetningar sem henta sem flestum. Skráðu þig á listann með því að setja í körfu og ganga frá pöntun (engin greiðsla á sér stað). Ef þú vilt ekki bíða eftir að lágmarksskráning náist, er líka möguleiki að koma í einkatíma í aerial hoop. Endilega hafðu samband við erial@erial.is ef þú ert með einhverjar spurningar!  
  • Aerial Hoop – open classes and key access

    Í sumar verður tímabundið hlé á Aerial Hoop / Lyru námskeiðum hjá Eríal. Þangað til við flytjum í nýtt húsnæði bjóðum við öllum núverandi lyru nemendum að fá lyklaaðgang á afsláttarverðinu 6.900 kr og innifalið í því er líka aðgangur að öllum opnum tímum. Til þess að fá aðganginn þarf að koma á stuttan fund í stúdíóinu þar sem farið er yfir öryggismál og reglur. Endilega vertu í bandi ef þú ert með einhverjar spurningar!  

Go to Top