Aerial Silks – Framhald
6 vikna námskeið
18. mars – 29. apríl 2021
Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 20:00-21:00
Þessi hópur er fullbókaður, sendu okkur póst á erial@erial.is til að fara á biðlista eða ef þú vilt að við látum þig vita hvenær næsta námskeið hefst.
Þetta námskeið er fyrir nemendur sem hafa tekið amk. eitt námskeið í miðstigi í silki.
Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum!
Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Ef þú ert ekki viss hvort þetta erfiðleikastig henti þér er best að tala við þjálfarann þinn eða hafa samband í erial@erial.is.
Klæðnaður:
Leggings og síðerma- eða stuttermabolur.
Við mælum ekki með því að vera í víðum eða lausum fatnaði því hann getur flækst fyrir manni og vafist saman við silkið.
Kennari er Alice Demurtas