Aerial Hoop – Byrjendur | BIÐLISTI

kr.

BIÐLISTI

Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið með því að setja það í körfu og ganga frá pöntuninni. Ath engin greiðsla á sér stað.

Við höfum samband um leið og við opnum fyrir skráningu!

Aerial Hoop – Byrjendanámskeið
5 vikna námskeið, kennt 1x í viku

14. apríl – 12. maí 2024
Sunnudagar kl. 14:55-15:55

Aerial Hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig Lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Í þessum tímum munt þú læra þínar fyrstu stöður og snúninga. Lyrurnar er hægt að hækka og lækka eftir þörfum svo hver sem er getur gert fallegar samsetningar strax í fyrsta tíma!

Þessi námskeið er fyrir alla sem hafa verið lítið eða ekkert í loftfimleikum áður. Láttu vaða og þú munt svífa um loftið í lyru loftfimleikahring áður en þú veist af!

Description

Aerial Hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig Lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Í hringnum er hægt að gera alls konar fallega snúninga, stöður og samsetningar.

Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

Aðrar hagnýtar upplýsingar:

Klæðnaður:

Í þessum tíma er best að vera í síðum leggings eða æfingabuxum og síðum bol. Best er að vera ekki í of víðum fötum því við viljum ekki að fatnaðurinn flækjist fyrir á lyrunni.

Dagsetningar: 
14. apríl – 12. maí 2024

Þjálfari:
Þjálfari námskeiðsins er Zuzana

Smáa letrið:

Námskeið standa í mislangan tíma og þátttakendur þurfa að kynna sér vel hvort rétt námskeið er valið áður en gengið er frá skráningu. Ekki er hægt að breyta skráningu, færa milli hópa eða tímabila né endurgreiða þegar námskeið er að hefjast eða þegar hafið. Eríal Pole áskilur sér rétt til að fella niður námskeið og staka tíma ef þátttaka telst ekki næg. Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Eríal Pole og lýsingu námskeiða áður en gengið er frá skráningu. Ef eitthvað er óljóst bendum við viðskiptavinum á að hafa samband.

Go to Top