6 vikna námskeið, kennt 1x í viku

19. október - 23. nóvember 2025 Sunnudagar kl. 15:00 - 16:00

(English below) Aerial hammock er listræn íþrótt þar sem æfingar, teygjur og stöður eru gerðar í silki hengirúmi. Þjálfarar námskeiðsins eru Persephone og Lilja en þær munu leggja áherslu á samsetningar og að flæða á milli trikka svo þú munt læra eina litla flæðandi rútínu í hverjum tíma. Þessi tími er fullkominn fyrir nemendur í súlufimi/súludansi, lyru eða silki sem vilja prófa eitthvað nýtt! Við mælum með að mæta á allt námskeiðið, en það er líka hægt að nota áskrift, mánaðarkort eða klippikort til að skrá sig í staka tíma. Forkröfur: engin fyrri reynsla af aerial hammock nauðsynleg, en helst einhver reynsla af loftfimleikum, hvort sem það er af súlu, lyru, silki o.s.frv. Það er ekki ströng krafa að geta farið á hvolf en mælt er með því til þess að geta fulla þátt.
  • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
  • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
  • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun og Conditioning fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikorteða special klippikort til að mæta í þessa tíma
  • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
  • Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.