Eríal Pole

About Eríal Pole

Endilega sendu okkur línu á erial@erial.is ef þú hefur einhverjar spurningar.

Unglinganámskeið

Á unglinganámskeiðinu verður skipst á að vera með tíma í pole fitness og loftfimleikahringjum.

20% systkina afsláttur.
4 vikur kennt 1x í viku 6000kr
4 vikur kennt 2x í viku 10.500kr

Eríal Pole er aðili að Frístundakorti ÍTR sem gefur iðkendum á aldrinum 6-18 ára sem eiga lögheimili í Reykjavík kost á að nýta sér niðurgreiðslu æfingagjalda frá ÍTR.

Frístundakortið gildir einungis ef keypt er 3 mánaða kort sem kostar 23.000 kr.
Styrkurinn nemur 25.000 kr á barn á ári en ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum.
Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar
unglingar_plakat

By |2016-03-30T15:39:52+00:00March 30th, 2016|Eríal Pole|0 Comments

Michelle Stanek workshop 7. og 8. mars!

Takið 7 og 8 mars frá. Hin magnaða Michelle Stanek mun halda 4 workshop í Eríal Pole.

7. mars kl 18:00 – Masterclass – lengra komnir
7. mars kl 19:45 – Spinning Pole – byrjendur/millistig

8. mars kl 18:00 – Static Spins and transitions – millistig
8. mars kl 19:45 – Flexibility

Verð fyrir 1 námskeið er 11.000kr og hægt að bóka pláss á workshopin í afgreiðslu Eríal Pole.

stanek

Af heimasíðu Michelle Stanek.

Michelle Stanek is an internationally recognized pole dance performer and instructor known for her signature “sexy contemporary” style that blends sensual movement with the grace, extension and control of her classical dance background. An early competitive athlete, Michelle won 5 out of the 6 competitions she entered including the 2012 United States Pole Dance Champion title. Her industry-changing performances are notable for their movement innovation, artistry and fluidity.

A passionate and dedicated instructor, Michelle co-created elevatED: pole dance fitness and flexibility teacher trainings, to help instructors provide informed, thoughtful experiences to their students. Michelle travels the world through Poles On Tour, training instructors, offering her signature workshops, judging competitions, and performing. She is a proud Bad Kitty brand ambassador and instructor at Body & Pole in New York City, where she is also a partner.

By |2016-02-23T13:51:55+00:00February 23rd, 2016|Eríal Pole|0 Comments

Áramótamyndband

Takk allir saman fyrir frábært ár í Eríal Pole. Það er búið að vera alveg hreint magnað að fylgjast með framförunum hjá öllum nemendunum okkar undanfarið ár og við getum ekki beðið eftir að hitta bæði ný og gömul andlit á æfingu á nýja árinu!
Sjáumst!

pole fitness

pole fitness

By |2016-01-03T21:05:58+00:00January 3rd, 2016|Eríal Pole|0 Comments

Innanhússkeppni Eríal Pole 2015

Þann 31. október síðastliðinn héldum við okkar árlegu innanhússkeppni í stúdíóinu okkar. Keppt var í þremur flokkum og stóðu keppendur sig allir með glæsibrag og atriðin jafn ólík og þau voru mörg og var gaman að sjá hvað allir voru búnir að vera að vinna að.

Við óskum öllum þátttakendum á innanhússkeppni Eríal Pole 2015 innilega til hamingju með frábæran árangur!

1. Sæti level 2 – Daniel Adam Pilkington
1. Sæti level 3 – Kristín Hálfdánardóttir
1. Sæti level 4-5 – Sigrún Hrönn Ólafsdóttir

keppnisss

By |2015-11-07T19:56:07+00:00November 7th, 2015|Eríal Pole|0 Comments

Frábær árangur á Polefit Open

Polefit open keppnin var haldin þann 7. apríl síðastliðinn. Við þökkum fyrir frábæra sýningu og erum að springa úr stolti yfir því hvað stelpurnar okkar stóðu sig vel og óskum jafnframt öllum keppendum til hamingju með árangurinn!

Fyrir hönd Eríal Pole tóku þátt þær, Lára Björk Bender, Ragnheiður Freyja, Dorthy Lísa Woodland, Guðbjörg Guttormsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir.

Mjótt var á mununum og lentu þrjár þeirra í sæti. Lára hlaut 3. sæti í afreksflokki, Ragnheiður 2. sæti í framhaldsflokki og Lísa 3. sæti í framhaldsflokki. Stelpurnar sömdu allar atriðin sín sjálfar frá grunni. Keppnin var hörð og þátttakendur mjög efnilegir.

polefit-framhald

Framhald – Advanced Pole Fit
1. Karen Sif – 35.5 stig
2. Ragnheiður – 35 stig
3. Lísa – 31.5 stig

polefit-afreksfl

Afreksflokkur – Professional Pole Fit
1. Sól – 41.5 stig
2. Tinna – 33 stig
3. Lára – 32.5 stig

By |2015-04-14T17:18:43+00:00April 14th, 2015|Eríal Pole|0 Comments