Heimsfrægir gestaþjálfarar verða með workshop í Eríal Pole!

Engin önnur en þau Marlo Fisken og Kenneth Kao, einnig þekktur sem Pole Ninja, verða gestakennarar hjá Eríal Pole 12. og 13. mars!

Miðasala er hafin fer fram í stúdíó okkar að Rauðarárstíg 31 (bakhús)

marlo

Workshop með Marlo Fisken verða haldin fimmtudaginn 12. mars.

Kl. 18:00 – Pole Flow® Signature Moves.
Lærðu öll einkennistrikkin hennar Marlo. Þetta workshop inniheldur snúninga, leiðir til að klifra upp súluna, skiptingar, “drops” og fallegar samsetningar (combo).

Kl. 19:45 – Rotations: the Art of Aerial Spinning on a Static Pole.
Lærðu tæknina sem Marlo Fisken notar til þess að snúast á fastri súlu á fallegan og áreynslulausan hátt.

Hvert námskeið er 90 mínútur og kostar 11.500 kr.

Við mælum með því að hafa lokið amk. level 1 til þess að fara á þessi námskeið.

Um Marlo Fisken
Marlo Fisken er þekkt a heimsvísu fyrir fallegan og einstakan dansstíl.Hún hefur tveggja áratuga reynslu í dans og pole-heiminum og hefur unnið til margra verðlauna. Meðal annars varð hún Bandaríkjameistari í Pole Fitness árið 2010.Hún leggur mikla áherslu á flæði í rútínum sínum sem varð til þess að hún stofnaði Flow Movement æfingakerfið.Hún er frumkvöðull í poleheiminum og auk þess að skapa ný trikk á súlunni er hún einnig höfundur ElevatED kennararéttindanna og hefur víðtæka þekkingu á sviði gólffimleika, jóga og styrktar- og liðleikaþjálfunar.

kennkao

Workshop með Kenneth Kao verður haldið föstudaginn 13. mars

Kl 15:00 – Easy Can Look Hard
Viltu vekja hrifningu og gera fólk orðlaust yfir flottum trikkum?
Lærðu ótrúleg pole drop hjá Kenneth Kao.

Hvert námskeið er 90 mínútur og kostar 11.500 kr.

Við mælum með því að hafa lokið amk. level 1 til þess að fara á þessi námskeið.

Um Kenneth Kao
Kenneth Kao heillaði heiminn þegar hann varð fyrstur manna til þess að stökkva 2,5 metra á milli tveggja súlna á pole fitness keppni. Hann hefur áratugs langa reynslu sem þjálfari í parkúr og kung fu sem hann notfærir sér til þess að skapa ný og spennandi trikk á súlunni. Síðan hann byrjaði í pole fitness árið 2012 hefur hann unnið til fjölda verðlauna og kennir workshop um allan heim.