Langar þig að æfa pole eða loftfimleika en hefur enga fyrri reynslu?

Eríal Pole er pole og loftfimleika stúdíó í hjarta Reykjavíkur. Við höfum verið starfandi síðan 2012 og sérhæfum okkur í pole fitness, pole dans, loftfimleikum eins og Lýru(aerial hoop) og Silki(aerial silks). Einnig erum við með Flex liðleikaþjálfun sem við mælum klárlega með fyrir alla, því aukin hreyfigeta gerir allar æfingar skemmtilegri!  Takmörkuð pláss eru á öllum okkar námskeiðum og eru því hóparnir litlir. Við leggjum áherslu á líkamsvirðingu og hvetjandi andrúmsloft. Það skiptir okkur máli að þú náir markmiðunum þínum! 

Hér er listi af öllum byrjenda námskeiðunum okkar. Skoðaðu hér neðar á síðunni hvað er í boði hverju sinni.

 • Pole Fitness Level 1  –  vinsælasta námskeiðið okkar!
 • Pole dance 101 – meiri dans heldur en í pole fitness tímunum
 • Lýra loftfimleikar 
 • Silki loftfimleikar
 • Flex liðleikaþjálfun 

Næstu námskeið hefjast 28. september 2022.

 • Tilboð!

  Pole Dance 101 | BIÐLISTI

  kr.

  Pole Dance 101 - FULLT

  Skráðu þig á biðlista með því að setja námskeiðið í körfuna og fylla út upplýsingarnar. Engin greiðsla á sér stað. Ef pláss losnar munum við hafa samband við þig! Þú munt einnig fá tilkynningu þegar við opnum fyrir skráningu á næsta námskeið!

  6 vikna námskeið fyrir byrjendur  – 1x í viku. Tveir hópar í boði.

   • Fimmtudagshópur  með Guðrúnu Fimmtudagar kl. 19:25-20:25 29.september – 3. nóvember 2022

   • Fimmtudagshópur  með Guðrúnu Fimmtudagar kl. 20:30-21:30 29.september – 3. nóvember 2022

  Í Pole Dance 101 ráða háir hælar, bodywaves og hársveiflur ríkjum og kenndar eru dansrútínur og kynþokkafullt flæði á súlunni og gólfinu. Á þessu námskeiði lærir þú súludans og floorwork alveg frá grunni og þarf enga reynslu til að vera með! Ávinningur þess að stunda pole dance er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! Komdu og lærðu fyrsta snúninginn þinn hjá okkur! Við mælum klárlega með þessum tímum fyrir alla sem elska að dansa! Skráðu þig í dag til að tryggja þér pláss á námskeiðinu!
 • Tilboð!
  pole fitness level 1

  Pole Fitness level 1 – Byrjendurnámskeið 6 vikna námskeið, kennt 2x í viku.  

  • Skráðu þig á biðlista fyrir Level 1 námskeið með því að setja biðlisti í körfu og ganga frá pöntuninni. Athugið að engin greiðsla á sér stað. Við höfum samband ef það losnar pláss eða sendum þér upplýsingar þegar við opnum fyrir skráningu á næsta námskeiði. 

  29. september - 8. nóvember 2022 Þriðjudagar og fimmtudagar kl 18:20 - 19:20 FULLT

  Þetta er námskeið fyrir byrjendur í pole fitness. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í level 1 því við vinnum að því að byggja það upp í tímunum. Ávinningur þess að stunda pole fitness er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! Komdu og lærðu fyrsta snúninginn þinn hjá okkur!  Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu. 
 • Tilboð!

  Pole Fitness level 1 – Byrjendanámskeið

  6 vikna námskeið - 1x í viku. BIÐLISTI 

  • Skráðu þig á biðlista fyrir Level 1 Námskeið með því að setja biðlisti í körfu og ganga frá pöntuninni. Athugið að engin greiðsla á sér stað. Við höfum samband ef það losnar pláss eða sendum þér upplýsingar þegar við opnum fyrir skráningu á næsta námskeiði. 

  • Þriðjudagshópur með Bridget - FULLT! Þriðjudagar kl. 19:25-20:25 4.október - 8. nóvember 2022
  • Miðvikudagshópur með Kamillu - FULLT! Miðvikudagar kl. 20:30-21:30 28. september - 2. nóvember 2022
  Þetta er námskeið fyrir byrjendur í pole fitness. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í level 1 því við vinnum að því að byggja það upp í tímunum. Ávinningur þess að stunda pole fitness er meira sjálfstraust, betri heilsa, sterkari líkami, innri vellíðan og aukin félagstengsl! Komdu og lærðu fyrsta snúninginn þinn hjá okkur!  Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu. 
 • Tilboð!

  Aerial Silks - Byrjendanámskeið 6 vikna námskeið - kennt 2x í viku

  29. september - 8. nóvember 2022 Þriðjudagar or fimmtudagar kl. 18:20-19:20

  Erum loks að taka á móti nýjum nemendum - Byrjendur velkomnir! Ávinningar þess að stunda Aerial Silks eru sterkari vöðvar, meiri liðleiki og góður félagsskapur! Lofum góðri skemmtun og hvetjandi umhverfi! Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.   Viltu borga um mánaðarmótin? Sendu okkur fyrirspurn á erial@erial.is
 • Áskrift hjá Eríal Pole

  10.600 kr.34.400 kr.

  ÓTÍMABUNDIN ÁSKRIFT

  Námskeið 1x í viku - kr. 10.600 á mánuði Verð per námskeið 15.900. Gildir fyrir námskeiði sem er 1x í viku Námskeið 2x í viku - kr. 17.200 á mánuði Verð per námskeið 25.900. Gildir fyrir námskeiði sem er 2x í viku eða tveimur 1x námskeiðum í viku.  Námskeið 3x í viku - kr. 27.800 á mánuði (kaupauki: 5 tíma klippikort fylgir fyrstu kaupum!) Verð per námskeið 25.900+15900.   Gildir fyrir námskeiði sem er 2x í viku og 1x í viku, eða þrisvar 1x í viku. Námskeið 4x í viku - kr. 34.400 á mánuði (kaupauki: 10 tíma klippikort fylgir fyrstu kaupum!) Verð per námskeið er 25900*2. Gildir fyrir tvö námskeið sem eru 2x í viku, eða eitt námskeið 2x í viku og tvö 1x í viku námskeið.

  Lágmarksbinditími er 6 mánuðir (4 námskeið).

  Hægt er að velja um námskeið 1x í viku, 2x í viku, 3x í viku eða 4x í viku! Ef þú vilt vera oftar í viku setur þú fleiri en eina áskriftarleið í körfuna. Ekki er hægt að nýta áskrift sem er einu sinni í viku fyrir námskeið sem er 2x í viku. Áskriftargjöld eru greidd fyrirfram. Nemendur greiða fyrstu greiðslu hér en framtíðargreiðslur koma til greiðslu í heimabanka 15.dag hvers mánaðar fyrir komandi mánuð. Eindagi reikninga verður 2.dag hvers mánaðar. Með því að staðfesta og greiða þessa áskrift samþykkir þú skilmála Eríal Pole sem eru hér að neðan.

  Við viljum biðja nemendur um að skrifa í athugasemd kennitölu og námskeið sem þeir vilja vera skráðir á.

 • Tilboð!
  flex

  Flex - liðleiki og styrkur 6 vikna námskeið - kennt 1x í viku

  28. september - 2. nóvember 2022

  Á miðvikudögum kl 18:20 Flex liðleikaþjálfun er hin fullkomna viðbót til að æfa samhliða öðrum íþróttum og sérstaklega í súlu og loftfimleikum. Aukin hreyfigeta gerir allt svo mikið auðveldara! Flex er ekki bara fyrir þau sem eru þegar liðug því það geta allir bætt liðleikann sinn. Lögð er áhersla á aktívar styrktar og liðleikaæfingar. Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér. Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

Go to Top