Langar þig að æfa pole eða loftfimleika en hefur enga fyrri reynslu?

Eríal Pole er lítið pole og loftfimleika stúdíó sem opnaði í október 2012. Við sérhæfum okkur í pole fitness, pole dans, loftfimleikum eins og Lýru(aerial hoop) og Silki(aerial silks). Einnig erum við með flex liðleikaþjálfun sem er mikilvæg fyrir alla okkar nemendur.  Takmörkuð pláss eru á öllum okkar námskeiðum og eru því hóparnir litlir. Við leggjum áherslu á líkamsvirðingu og hvetjandi andrúmsloft. Það skiptir okkur máli að þú náir markmiðunum þínum! 

Hér er listi af öllum byrjenda námskeiðunum okkar. Skoðaðu hér neðar á síðunni hvað er í boði hverju sinni.

 • Pole Fitness Level 1  sem er vinsælasta námskeiðið okkar!
 • Intro to pole fitness- mun mýkri byrjun. Það er ekki klifrað á þessu námskeiði. (Það er klifrað í fyrsta tíma á level 1 námskeiði)
 • Polish level 1 – Pole fitness á pólsku 
 • Pole dans 101 
 • Lýra loftfimleikar 
 • Silki loftfimleikar 
 • Flex liðleikaþjálfun

Næstu námskeið hefjast 15-18 nóvember 2021! 

 • flex

  Flex - liðleiki og styrkur 6.vikna námskeið

  15. nóvember - 29. desember 2021

  Mánudagstímarnir eru 15, 22, 29 nóvember, 6,13 og 20 desember. Fyrstu 5 Miðvikudagstímarnir eru fyrir jól og síðasti miðvikudags tíminn er milli jóla og nýars (mið 29.des). Mánudagar kl. 19:30 - 20:30 Miðvikudagar kl. 19:30 - 20:30 Hægt er að velja um að vera einu sinni eða tvisvar í viku! Flex liðleikaþjálfun er hin fullkomna viðbót til að æfa samhliða öðrum íþróttum og sérstaklega í súlu og loftfimleikum. Aukin hreyfigeta gerir allt svo mikið auðveldara! Flex er ekki bara fyrir þau sem eru þegar liðug því það geta allir bætt liðleikann sinn. Lögð er áhersla á aktívar styrktar og liðleikaæfingar. Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR fyrir Flex 2x í viku.  
 • Flex - liðleiki og styrkur 6 vikna námskeið (2x í viku)

  Mánudagar kl. 19:30 - 20:30 Miðvikudagar kl. 19:30 - 20:30

  Fyrstu 11 tímarnir eru fyrir jól, 15. nóv-22. des. Síðasti tíminn lendir milli jóla og nýárs og er kenndur 29. des.

  Flex liðleikaþjálfun er hin fullkomna viðbót til að æfa samhliða öðrum íþróttum og sérstaklega í súlu og loftfimleikum. Aukin hreyfigeta gerir allt svo mikið auðveldara! Flex er ekki bara fyrir þau sem eru þegar liðug því það geta allir bætt liðleikann sinn. Lögð er áhersla á aktívar styrktar og liðleikaæfingar.
 • Lyra - byrjendur (lokaður hópur)

  6 vikna námskeið - kennt 2x í viku

  Mánudagar og miðvikudagar kl. 18:25-19:25 Fyrstu 11 tímarnir eru fyrir jól (15. nóv-20. des) og síðasti tíminn er kenndur milli jóla og nýars (þri 29. des)

  Lyra er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig aerial hoop, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum!  Þessi hópur er fyrir þá sem hafa áður tekið eitt byrjendanámskeið í lyru/aerial hoop. Námskeiðið mun byrja á upprifjun og svo mun hópurinn færa sig smám saman yfir í flóknari æfingar, trikk og samsetningar eftir því sem líður á námskeiðið. Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!
 • pole fitness level 1

  Pole Fitness level 1 – Byrjendur 6 vikna námskeið

  16. nóvember - 28. desember 2021 Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:15-18:15

  Fyrstu 11 tímarnir eru fyrir jól og síðasti tíminn er milli jóla og nýars (þriðjudaginn 28. desember) Þetta er námskeið fyrir byrjendur í pole fitness. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í polefitness, snúninga og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í level 1 því við vinnum að því að byggja það upp í tímunum.

  Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!

 • Pole Dance 101 6 vikna námskeið fyrir byrjendur!

  Fimmtudagar kl. 20:30 – 21:30

  18. nóvember - 28. desember 2021 Fyrstu 5 tímarnir eru fyrir jól og síðasti tíminn er milli jóla og nýars (þriðjudaginn 28. des)

  Í Pole Dance 101 ráða háir hælar, bodywaves og hársveiflur ríkjum og kenndar eru dansrútínur og flæði á súlunni og gólfinu. Á þessu námskeiði lærir þú súludans alveg frá grunni og þarf enga reynslu á súlu né dansi til að vera með! Við mælum klárlega með þessum tímum fyrir alla sem elska að dansa!

  Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku, komdu í Intro to Pole námskeið 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!

Go to Top