Lyra / Aerial Hoop

Lýra er loftfimleikahringur sem á rætur sínar að rekja til sirkuslista. Æfingar í lýrunni reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika.

Næstu námskeið hefjast 4. október!

Þrjú getustig eru í boði í lýru loftfimleikum. Byrjenda, miðstig og framhald.  Þú getur valið hóp hér að neðan!

Ath! Framhaldsnámskeið verða birt á næstu dögum.

  • Lyra – Miðstig 6 vikna námskeið

    4. október - 10. november 2021 Mánudagar og miðvikudagar kl. 19:30-20:30

    Lyra er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig aerial hoop, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum! Á þessu námskeiði er unnið áfram með grunntækni sem byggt er svo á í gegnum námskeiðið.  Æfingar í lýrunni reyna í senn á jafnvægi, styrk, samhæfingu og liðleika. Til þess að fara í Lyra – Miðstig er nauðsynlegt að hafa lokið að minnsta kosti einu byrjendanámskeið og að þjálfari hafi metið svo að nemandi sé tilbúinn að færa sig upp. Það er ótrúlega persónubundið hversu lengi eða fljótt fólk fer upp um erfiðleikastig og við hvetjum nemendur til að tala við sinn þjálfara til þess að fá mat. Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!
  • Lyra - Byrjendur 6 vikna námskeið

    4. október - 10. november 2021 Mánudagar og miðvikudagar kl. 18:25-19:25

    Lyra er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig aerial hoop, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum! Í þessum tímum munt þú læra þínar fyrstu stöður og snúninga! Lyrurnar er hægt að hækka og lækka eftir þörfum svo hver sem er getur gert fallegar samsetningar strax í fyrsta tíma! Fyrir hverja er þessi tími? Fyrir alla sem hafa verið lítið eða ekkert í loftfimleikum áður. Láttu vaða og þú munt svífa um loftið í lyru loftfimleikahring áður en þú veist af!  Langar þig að æfa oftar í viku? Smelltu HÉR til að bæta við þig Flex liðleikaþjálfun 1x í viku eða nældu þér í klippikort HÉR og komdu í opnu tímana!

Go to Top