fbpx
  • Aerial Silks – Byrjendur 4 vikna námskeið, kennt 2x í viku

    09. október - 04. nóvember 2025 Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 19:40 - 20:40

    Byrjendanámskeiðið er fyrir nemendur sem hafa einhverja grunnreynslu í silki. Mælt er með að koma á kynningarnámskeið (Intro to Silks) áður en komið er á þetta námskeið. Á þessu námskeiði munum við taka silki trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í silkinu. Til þess að fara í Aerial silks - Byrjendur er mælt með að hafa lokið að minnsta kosti einu Intro námskeiði og/eða að þjálfari hafi metið svo að nemandi sé tilbúinn að færa sig upp. Það er ótrúlega persónubundið hversu lengi eða fljótt fólk fer upp um erfiðleikastig og við hvetjum nemendur til ræða það við sinn þjálfara.
    • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
    • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
    • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun og Conditioning fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikort eða special klippikort til að mæta í þessa tíma
    • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
    • Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

  • Áskrift hjá Eríal Pole

    Price range: 12.900 kr. through 44.900 kr.

    ÓTÍMABUNDIN ÁSKRIFT

    1x í viku / 5x á mánuði - 12.900 kr á mánuði 2x í viku / 9x á mánuði - 19.800 kr á mánuði 3x í viku / 14x á mánuði - 29.900 kr á mánuði  Ótakmarkaðir tímar - 39.900 kr á mánuði Lyklaaðgangur: Bættu lyklaaðgangi við áskriftina þína fyrir 6.000kr á mánuði. Lágmark 6 mánaða binditími.

    ATH: Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega til að tryggja að þetta sé rétti kosturinn fyrir þig.

    NOTE: Please read the terms and conditions carefully to ensure this is the right option for you.

    Lágmarksbinditími er 6 mánuðir. Uppsagnarfrestur eru þrír mánuðir.

    Minimum commitment period is 6 months. Cancellation notice period is 3 months.

    Áskriftargjöld eru greidd fyrirfram. Nemendur greiða fyrstu greiðslu hér en framtíðargreiðslur koma til greiðslu í heimabanka 1. dag hvers mánaðar fyrir komandi mánuð. Eindagi reikninga verður 5. dag hvers mánaðar. Með því að staðfesta og greiða þessa áskrift samþykkir þú skilmála Eríal Pole sem eru hér að neðan.

    Við viljum biðja nemendur um að skrifa í athugasemd kennitölu og aðrar hagnýtar upplýsingar.

    Please write your kennitala and anything else we should know in the comments.
  • 6 vikna námskeið, kennt 1x í viku

    19. október - 23. nóvember 2025 Sunnudagar kl. 15:00 - 16:00

    (English below) Aerial hammock er listræn íþrótt þar sem æfingar, teygjur og stöður eru gerðar í silki hengirúmi. Þjálfarar námskeiðsins eru Persephone og Lilja en þær munu leggja áherslu á samsetningar og að flæða á milli trikka svo þú munt læra eina litla flæðandi rútínu í hverjum tíma. Þessi tími er fullkominn fyrir nemendur í súlufimi/súludansi, lyru eða silki sem vilja prófa eitthvað nýtt! Við mælum með að mæta á allt námskeiðið, en það er líka hægt að nota áskrift, mánaðarkort eða klippikort til að skrá sig í staka tíma. Forkröfur: engin fyrri reynsla af aerial hammock nauðsynleg, en helst einhver reynsla af loftfimleikum, hvort sem það er af súlu, lyru, silki o.s.frv. Það er ekki ströng krafa að geta farið á hvolf en mælt er með því til þess að geta fulla þátt.
    • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
    • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
    • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun og Conditioning fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikorteða special klippikort til að mæta í þessa tíma
    • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
    • Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.

  • Intro to Aerial Silks - Byrjendanámskeið 3 vikna námskeið, kennt 2x í viku

    4. - 20. nóvember | þriðjudagar og fimmtudagar kl. 18:25 - 19:25

    Þetta er námskeið fyrir byrjendur í Aerial Silks. Hér er farið í undirstöðuatriði og grunn í silki, trikk og klifur! Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika áður en þú byrjar í þessu námskeiði því við byggjum það upp í tímunum. Ávinningar þess að stunda Aerial Silks eru sterkari vöðvar, meiri liðleiki og góður félagsskapur! Lofum góðri skemmtun og hvetjandi umhverfi!

Go to Top