Biðlisti
Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið með því að setja það í körfu og ganga frá pöntuninni. Ath engin greiðsla á sér stað.
Við höfum samband um leið og við opnum fyrir skráningu!
Aerial Hoop – Mixed (miðstig – framhald)
5 vikna námskeið, kennt 1x í viku
16. júlí – 13. ágúst 2024
Þriðjudagar kl. 20:30-21:30
Aerial Hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig Lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Í hringnum er hægt að gera alls konar fallega snúninga, stöður og samsetningar.
Við erum bara með einn hóp í Aerial Hoop eins og er. Sá hópur með blönduðu getustigi, en flestir í hópnum eru á mið/framhaldsstigi.
Á þessu námskeiði munum við taka lyru trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í hringnum.
Til þess að fara í aerial hoop – mixed er mikilvægt að hafa náð tökum á grunninum í aerial hoop og hafa góðan styrk.
Athugið að á þessu námskeiði getur komið til þess að nemendur þurfi að deila lyru með öðrum nemendum.
- Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
- Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
- Mælum með Flex Liðleikaþjálfun fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikort eða skráðu þig á allt námskeiðið.
- Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
- Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.