• Árskort

    206.000 kr.
    Árskort: kr.  206.000 5x tíma klippikort að andvirði 15.900 fylgir með! Aðgangur að frjálsum tímum fylgir með! Fáðu afslátt af heilu ári af námskeiðum! Þetta kort hentar vel þeim sem vilja æfa af fullum krafti og fá námskeiðin á lægra verði! Árskortið gildir í 12 mánuði og nær yfir 8 námskeiðatímabil. Hvert námskeið stendur yfir í 6 vikur og hægt er að velja um að skrá sig á eitt námskeið sem er 2x í viku eða tvö námskeið sem eru 1x í viku. Það eru 2 valmöguleikar fyrir árskorthafa
    1. Korthafi fær fast pláss á námskeiði. Frábært fyrir þau sem vita að þau vilja bara vera skráð á sama námskeiðið og mögulega færa sig upp um námskeið þegar að því kemur.
    2. Korthafi fær inneign sem korthafi getur ráðstafað að vild til að skrá sig sjálf/ur á þau námskeið sem þau vilja vera skráð á hverju sinni. Hér er meira frelsi til að skipta um námskeið, taka 2 námskeið í einu eða taka sér pásur.
    Láttu okkur vita í athugasemd hvorn valmöguleikan þú vilt velja.
  • X-POLE súla

    99.000 kr.

    Xpert þrýstisúla frá X-Pole - þarf hvorki að skrúfa í gólf né loft!

    X-Pole er leiðandi merki í súluheiminum og er sama merki og við notum í Eríal Pole. Þessi súla er hönnuð til heimanotkunar.
    • Passar í lofthæð frá 2235mm til 2745mm.
    • Húðun: Chrome (silfurlituð)*
    • Þvermál: 45mm.
    • Hægt er að stilla á bæði spin (snúning) og static (föst)
    • Einföld í uppsetningu. Þarft ekki stiga!
    • Örugg og stöðug.
    • Þarf ekki að skrúfa í loft eða gólf.
    • Verð: 99.000,- kr. (24% vsk innifalinn í verði)

    Hafðu samband við erial@erial.is ef þú vilt dreifa greiðslum.

  • Áskrift hjá Eríal Pole

    11.600 kr.36.400 kr.

    ÓTÍMABUNDIN ÁSKRIFT

    Námskeið 1x í viku - kr. 11.600 á mánuði Verð per námskeið 18.400. Gildir fyrir námskeið sem er 1x í viku. Athugið að ekki er hægt að nýta áskrift sem er einu sinni í viku fyrir námskeið sem er 2x í viku. Námskeið 2x í viku - kr. 18.200 á mánuði Verð per námskeið 29.400. Gildir fyrir námskeið sem er 2x í viku eða fyrir tveimur 1x námskeiðum í viku.  Námskeið 3x í viku - kr. 29.800 á mánuði (kaupauki: 5 tíma klippikort fylgir fyrstu kaupum!) Verð per námskeið 29.400+18.400.   Gildir fyrir námskeið sem er 2x í viku og 1x í viku, eða þrisvar 1x í viku. Námskeið 4x í viku - kr. 36.400 á mánuði (kaupauki: 10 tíma klippikort fylgir fyrstu kaupum!) Verð per námskeið er 29.400*2. Gildir fyrir tvö námskeið sem eru 2x í viku, eða eitt námskeið 2x í viku og tvö 1x í viku námskeið. Lyklaaðgangur: Bættu lyklaaðgangi við áskriftina þína fyrir 7.500kr á mánuði. Lágmark 6 mánaða binditími.

    Lágmarksbinditími er 6 mánuðir (4 námskeið).

    Áskriftargjöld eru greidd fyrirfram. Nemendur greiða fyrstu greiðslu hér en framtíðargreiðslur koma til greiðslu í heimabanka 15.dag hvers mánaðar fyrir komandi mánuð. Eindagi reikninga verður 2.dag hvers mánaðar. Með því að staðfesta og greiða þessa áskrift samþykkir þú skilmála Eríal Pole sem eru hér að neðan.

    Við viljum biðja nemendur um að skrifa í athugasemd kennitölu og námskeið sem þau vilja vera skráð á.

       
  • Klippikort

    10 tímar – gildistími 6 mánuðir Klippikortin eru tilvalin fyrir þau sem vilja hafa meiri sveigjanleika og einnig frábær viðbót fyrir þau sem eru á námskeiði og vilja mæta í auka tíma. Hægt er að nota klippikortin til þess að mæta í staka tíma á námskeiði, drop in í conditioning, flex tíma eða í opna tíma! Kortin eru rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma. Smelltu á stundatöfluna til að stækka hana. Klippikortin fást ekki endurgreidd.
  • Tilboð!

    Flex - liðleiki og styrkur 5 vikna námskeið, kennt 2x í viku

    3. júní - 1. júlí 2024 Mánudagar kl. 20:30 - 21:30 Föstudagar kl. 17:30 - 18:30

    Lokað 17. júní vegna þjóðhátíðardagsins. Síðasti tími námskeiðsins er mánudaginn 1. júli. Flex liðleikaþjálfun er hin fullkomna viðbót til að æfa samhliða öðrum íþróttum og sérstaklega í súlu og loftfimleikum. Aukin hreyfigeta gerir allt svo mikið auðveldara! Flex er ekki bara fyrir þau sem eru þegar liðug því það geta allir bætt liðleikann sinn. Lögð er áhersla á aktívar styrktar og liðleikaæfingar. Smelltu hér ef þú vilt æfa einu sinni í viku! Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu. 
  • Klippikort

    5 tímar – gildistími 3 mánuðir Klippikortin eru tilvalin fyrir þau sem vilja hafa meiri sveigjanleika og einnig frábær viðbót fyrir þau sem eru á námskeiði og vilja mæta í auka tíma. Hægt er að nota klippikortin til þess að mæta í staka tíma á námskeiði, drop in í flex tíma eða í opna tíma! Kortin eru rafræn og skráningarforritið tekur sjálfkrafa skipti af kortinu þínu þegar þú kemur í tíma. Smelltu á stundatöfluna til að stækka hana. Klippikortin fást ekki endurgreidd.
  • Langar þig að ná meiri árangri? Við bjóðum upp á semi-einkatíma fyrir tvo nemendur  í flex, pole, lyru og silki! Frábært fyrir æfingarfélaga sem vilja ná meiri árangri.  Verð er 9000 kr. per nemenda. Sendu okkur línu á erial@erial.is fyrir nánari upplýsingar. Segðu okkur hvað þú hefur í huga og við finnum fyrir þig þjálfara sem getur hjálpað þér að ná þínum markmiðum!   
  • Nú geta nemendur keypt 6 vikna lyklaaðgang að Eríal Pole og komið utan opnunartíma til að æfa.
    • Nemendur skráðir á námskeið geta keypt 6 vikna lyklaaðgang sem er virkur samhliða námskeiðstímabilinu.
    • Nemandi þarf hafa tekið amk 3 námskeið hjá Eríal og starfsfólk metið það svo að nemandi sé hæf/ur til að æfa á eigin vegum.
    • Nemandi hittir starfsmann hjá Eríal á öryggisfundi þar sem farið verður yfir öll öryggisatriði í stúdíóinu. Þú lærir meðal annars  opna og loka stúdíóinu, setja upp aerial áhöld eða setja á spin og static.
    • Æfingar í Stúdíóinu eru á eigin ábyrgð og þarf nemandi  skrifa undir skilmála Eríal Pole áður en hann fær aðganginn.
    ATH. Eríal Pole áskilur sér rétt til að breyta reglum sé þörf á.
  • Tilboð!

    Aerial Hoop - Miðstig 5 vikna námskeið, kennt 1x í viku

    2. júní - 30. júní 2024 Sunnudagar kl. 14:55-15:55

    Á þessu námskeiði munum við taka lyru trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í hringnum. Til þess að fara í Aerial hoop - Miðstig er nauðsynlegt að hafa lokið að minnsta kosti einu byrjendanámskeiði og að þjálfari hafi metið svo að nemandi sé tilbúinn að færa sig upp. Það er ótrúlega persónubundið hversu lengi eða fljótt fólk fer upp um erfiðleikastig og við hvetjum nemendur til að tala við sinn þjálfara til þess að fá mat. Athugið að á þessu námskeiði getur komið til þess að nemendur þurfi að deila lyru með öðrum nemendum.  
    • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
    • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
    • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikort eða skráðu þig á allt námskeiðið.
    • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
  • Tilboð!

    Aerial Hoop - Mixed (miðstig – framhald) 5 vikna námskeið, kennt 1x í viku

    2. júní - 30. júní 2024 Sunnudagar kl. 16:00-17:00

    Aerial Hoop er loftfimleikahringur, sem nefnist einnig Lyra, og er algengt áhald í sirkúsum og öðrum sviðslistum. Í hringnum er hægt að gera alls konar fallega snúninga, stöður og samsetningar. Við erum bara með einn hóp í Aerial Hoop eins og er. Sá hópur með blönduðu getustigi, en flestir í hópnum eru á mið/framhaldsstigi. Á þessu námskeiði munum við taka lyru trikkin upp á næsta stig. Hér munum við læra erfiðari trikk og æfa okkur í að gera samsetningar af trikkum! Við munum skoða mismunandi gerðir af hreyfingum og auka líkamsmeðvitundina í hringnum. Til þess að fara í aerial hoop - mixed er mikilvægt að hafa náð tökum á grunninum í aerial hoop og hafa góðan styrk. Athugið að á þessu námskeiði getur komið til þess að nemendur þurfi að deila lyru með öðrum nemendum.  
    • Kaupauki: Frjálsir föstudagstímar fylgja öllum námskeiðum. Æfðu oftar í viku fyrir sama pening!
    • Mættu á æfingar utan opnunartíma! Kauptu lyklaaðgang að stúdíóinu hér.
    • Mælum með Flex Liðleikaþjálfun fyrir nemendur á þessu námskeiði. Kauptu klippikort eða skráðu þig á allt námskeiðið.
    • Vilt þú æfa á betra verði? Skráðu þig í áskrift hér.
    • Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða að fullu.
       
  • Lokaður Hópur

    6 vikur (einu sinni í viku)

    14.900kr á mann Vinsamlegast settu kennitölu í athugasemd þegar gengið er frá greiðslu.
  • Tilboð!

    Conditioning - styrktaræfingar 4 vikna námskeið, kennt 1x í viku

    • 4. júní - 25. júní 2024 Þriðjudagar kl. 12:00-13:00

    Conditioning styrktarþjálfun er fullkomin viðbót við þjálfun samhliða öðrum íþróttum og þá sérstaklega í pole og loftfimleikum. Aukinn styrkur gerir allt svo miklu auðveldara! Conditioning er ekki bara fyrir þá sem þegar eru sterkir því allir geta bætt styrk sinn. Lögð er áhersla á styrktaræfingar fyrir kvið og efri líkama ásamt æfingum fyrir allan líkamann. Flest stéttarfélög endurgreiða námskeið að hluta eða öllu leyti!  

Go to Top